Af hverju er ég bitin af fló ef það er ekkert hreiður?
Ef vantar aðstoð: Hafa samband eða hringja í 6997092
Það geta verið nokkrar ástæður. Gæluldýrin á heimilinu geta borið fló með sér inn.
Kötturinn fer upp á þak í nánd við starahreiður. Þegar hann er orðinn leiður á því að ná ekki til ungana fer hann ásamt starraflónni inn.
Hann fær sér að éta og besti staðurinn er rúmið þitt.
Það getur verið gamalt hreiður í þakkantinum frá því í fyrra sem var ekki fjarlægt en lokað fyrir inngönguleið starans.
Vorið eftir vaknar flóin úr dvalanum leitar að fuglinum en finnur hann ekki, hoppar af stað í leit að fórnarlambi, tekur sér far með hundinum, hoppar á þig eða hoppar beint á þig og bítur.
Það getur verið starahreiður í nágreninu þar sem fló fer af stað t.d. á þig.
Það getur líka verið að gömlu hreiðri hafi verið hent í órægt þar sem þú átt leið hjá og af einskærri óheppni lendir þú af öllum í því að staraflóin (fuglaflóin) bítur þig.
Fallegir fuglar eins og Maríuerlur bera einnig með sér fló.
Hvað get ég gert ef ég er bitin/bitinn? Ég var svo heppinn að spyrja hjúkrunarfræðing þeirrar spurningar og fáið þið svar hennar hér.
1. Berið á ykkur Mildi Zone (veikur steraáburður oft notaður á börn, fæst í apóteki)
2. Takið inn í samráði við lækni ofnæmistöflur – Loretine (fæst í apóteki)
Mitt ráð: Ekki gera ekki neitt
Starrabit, kláði hvað er til ráða? Nokkur góð ráð í viðbót, kannski eigið þið ekki til Mildi Zone eða Loretine