Geitungabú við kjallaraglugga, hvað geri ég?
Ekki hika við að hafa samband eða hringið í 6997092 ef ykkur vantar aðstoð.
Ef geigungabúið er orðið stórt eins og myndin til hliðar sýrnir þá er langöruggast að láta fagmann um að fjarlægja geitungabúið. Þar sem geitungabúið er stærst mælist það u.þ.b. 25 – 30 cm.
Venjulega er eitrað og beðið þar til um hægist.
Í þessu tilfelli voru flugurnar það margar að beðið var þar til daginn eftir með að fjarlægja geitungabúið
Í fyrsta lagi þá eru flugurnar mjög margar.
Þær geta fyrirvaralaust gert atlögu að ykkur.
Það ber því að fara varlega og láta alla íbúa vita.
Gluggar sem eru næstir geitungabúinu er skynsamlegt að loka þar til búið er að fjarlægja geitungabúið.
Ef þið verðið svo óheppin að vera stungin er nauðsynlegt að fylgjast vel með ofnæmisviðbrögðum líkamans og leita læknis ef þið eruð í einhverjum vafa með líðan.
Ef þið eigið MildiZone sem er vægt sterakrem er ekki vitlaust að bera það a stungusvæðið.
Einnig eru ofnæmistöflur eins og Loritine ágætar.
Mitt ráð: Ekki gera ekki neitt
Ef þær eru margar getur þú verið stunginn mörgum sinnum og getur það verið hættulegt.
Ekki hika við að hafa samband eða hringið í 6997092 ef ykkur vantar aðstoð.