Hamgæra er hægt að eitra?
Takk fyrir að koma á síðuna
Hafið samband eða hringið í
6997092 ef ykkur vantar aðstoð
við að losna starahreiður.
Já það er hægt að eitra fyrir hamgæru.
Undribúningur í samráði við
meindýraeiðir er mikilvægur.
Meðan að eitrun fer fram er einungis
meindýraeiðir að störfum.
Eftir fjórar klukkustundir er í
lagi að koma aftur í íbúð.
Eitrið getur valdið sviða eða ónotatilfinningu.
Meindýraeiðir er með sérstaka grímu til að hindra eitrinu aðgang að öndunarfærum.
Hamgærum líður vel Innanhúss við
þurrar, upphitaðar aðstæður.
Fullorðnar bjöllur eru langflestar á
ferli á vorin og fyrri hluta sumars.
Þeim fækkar eftir því sem líður á sumarið.
Þær sjást þó stöku sinnum á öðrum ástímum.
Fullorðin dýr eru skammlíf og nærast ekki.
Eingöngu kvendýr finnast og lirfur
skríða því úr ófrjóvguðum eggjum.
Hvert dýr verpir um 20 eggjum
sem klekjast á um tveim vikum.
Þroskatími lirfa er mislangur
og ræðst af aðstæðum.
Algengt er að uppvöxtur taki
eitt ár sem merkir eina kynslóð á ári.
Lirfurnar geta verið án vatns og
næringar í marga mánuði við stofuhita.
Þær taka sér fæðu einna helst úr dýraríkinu.
Dauð skordýr eru mjög eftirsóknar-
verð og þegar bjöllur drepast eru
þær umsvifalaust étnar upp.
Skordýrasöfn eru því afar
viðkvæm fyrir ágangi hamgæra.
Uppstoppuð dýr og fuglar verða
fyrir barðinu á bjöllunum
Uppþornað kjötmeti, harðfiskur, skinnavara, gróft kornmeti, plöntusöfn eru einnig á matseðlinum.
Hamgærur þola illa frost.
Frystingu við -10°C þola þær í
16 stundir, en snögga -20°C
frystingu þola þær aðeins í eina klukkustund.
Mælt er með frystingu í allt að tvo sólarhringa.
Frystikista dugar því vel til að drepa hamgærur.
Mitt ráð: Ekki gera ekki neitt
Hafið samband eða hringið í
6997092 ef ykkur vantar aðstoð
við að losna starahreiður.