Ef það er starahreiður í þak kant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?
Góð spurning, en stutta svarið er að best er að láta fagmann um verkið t.d. geitunga- og meindýrabanann til að fjarlægja starrahreiðrið.
Ástæðan er sú að starranum fylgir fló. Hún lifir á starranum, og þegar starrinn býr sér til hreiður, þá verpir flóin í hreiðrið, og þau egg klekjast svo út árið eftir.
Ef það er enginn starri til staðar í hreiðrinu, þá fer flóin af stað að leita að blóði, og já þá eru mennirnir í húsinu góð fórnarlömb ;).
Því myndi ég láta meindýraeyði, eitra, fjarlægja hreiðrið, eitra eins og þarf og loka á snyrtilegan hátt því yfirleitt blasir staðurinn við fólki.
Kostnaðinn við það, eins og annað viðhald ber sá sem á íbúðina (leigusalinn).
Varðandi verð, þá myndi ég bara hringja í meindýra- og geitungabanann og fá hann á staðinn