Algeng meindýr, pöddur og skordýr innandyra

Þakka þér fyrir að koma á síðuna :-)

Vantar þig að losna við pöddur
hafðu samband 6997092

Silfurskotta

Silfurskotta

Silfurskottan er mjög algeng. Hún finnst í bæði í gömlum og nýjum húsum.

Ástæðan er líklega sú að fólk getur borið hana á milli. Einnig berst hún með farangri.

Náfrænka hennar ylskottan sést sjaldnar en hún er dökk og “hærð”.

 

hambjalla

hambjalla

Hambjallan er eins og
silfurskottan mjög algeng.

Hún getur flogið eins
og aðrar bjöllur.

Algengt er að sjá fullorðin skordýr
í sólbekkjum eða gluggakistum.

 

Parketlús

Parketlús

Parketlúsin er þó nokkuð algeng.

Hún þekkist á því að ef komið
er nálægt henni hoppar hún.

Hún er fyrst og fremst hvimleið.

Ef ekkert er að gert þá
fjölgar henni gríðarlega

 

Húsþjófur

Húsþjófur

Húsþjófur eða þjófabjalla er leiðindakvikindi.

Þetta skordýr er með þeim erfiðari
að eiga við. Ekkert er þó ómögulegt.

Það er þolinmæðisverk að uppræta húsþjóf.

Húsþjófur fjölgar sér gríðarlega og
felur  sig oft inn á milli klæðninga

 

Hveitibjalla í hrísgrjónum

Hveitibjalla í hrísgrjónum

Hveitibjallan er þó nokkuð algeng.

Hún kemur oft með kornmeti.

Hveitibjöllunni fjölgar sér mjög
hratt ef ekkert er að gert.

Þá fer hún að finnast út um alla íbúð.

Það er sérstök lykt af henni.

 

korntanni

korntanni

Korntanni kemur
eins og hveitibjallan t.d.
með bökunarvörum
eins og korni.

Hann getur verið
í gríðarlegu magni
og fjölgar sér hratt.

 

Búrgæra

Búrgæra

Búrgæran er af sömu ætt og hambjallan.

Hún er erfið viðureignar og þarf að vanda vel til verka þegar eitrað er eins og með önnur skordýr.

Ef hún nær sér á strik geta
verið nokkrir tugir eftir nóttina í
gluggakistum oft í eldhúsin
en líka annars staðar.

 

Veggjalús

Veggjalús

Veggjalúsin er vaxandi vandamál af skordýrum.

Veggjalúsin sýgur blóð. Hún
getur sjöfaldað þyngd sína.

Það er hægt að eitra fyrir veggjalús en
það  þarf að vinna verkið rétt í byrjun.

Undirbúningur og eftirmeðferð er gríðarlega mikilvæg.

 

Roðamaur

Roðamaur

Roðamaur er skordýr sem lifir út í náttúrunni.
Hann á það til að leita inn í mjög miklu magni.

Hægt er að eitra fyrir honum en mikilvægt
er að vinna verkið rétt í byrjun.

Það á við um öll skordýr.

Roðamaurinn smýgur alls staðar.

 

Takið eftir bananaflugunum á banananum

Takið eftir bananaflugunum á banananum

Bananaflugur, ávaxtaflugur eða
ediksgæra er leiðinda fluga.

Hún fjölgar sér mjög hratt.

Hún dregur nafn sitt af
banönum því þar er hún oft.

Einnig finnst hún líka
þar sem eru gosdósir.

 

Lirfurnar voru í miklu magni og sprelllifandi

Lirfurnar voru í miklu magni og sprelllifandi

Hnetuglæða er ekki algeng.

Ef hún nær sér á strik þá
geta lirfur hennar verið út
um alla íbúð.

Hún kemur með
þurrkuðum ávöxtum.

 

 

Starafló hefur bitið í fót, nokkrir dagar síðan

Starafló hefur bitið í fót, nokkrir dagar síðan

Starafló berst stundum inn.

Gæludýr eru stundum sökudólgarnir.

Einnig geta flær úr hreiðri
við húsið hoppað af stað.

Mikilvægt er að eitra og vinna
verkið rétt í byrjun en það á
reyndar við um öll skordýr.

 

uppandleggur floarbit eða lúsmý?

uppandleggur floarbit eða lúsmý?

Lúsmý er komið til að vera.

Það var mun meira af því í sumar
sem leið heldur en síðasta sumar.

Mjög margir lentu illa í því. Lúsmýið hefur náð að dreifa sér og er líklega komið til að vera.

Hægt er að eitra fyrir því, en eins og með önnur verkefni þarf að vinna verkið rétt í byrjun.

 

Mölfluga eða fatamölur

Mölfluga eða fatamölur

Mölflugur koma stundum.

Þær eru frekar sjaldgæfar. Allt
í einu eru fiðrildi hér og þar.

Ef þið sjáið fiðrildi verið þá vakandi og
látið greina ef þið eru ekki viss um tegund.

Skoðið vel í skápa og leitið
eftir hömum og götóttum fötum.

 

Kompuló

Kompuló

Köngulær eru algengar í húsum.

Þær eru bæði stórar og smáar.

Algengasta köngulóin er krosskönguló.

Hún er margbreitileg að lit og stærð.

Það eru dæmi um að köngulær
bíti en það er frekar sjaldgæft.

 

Rakkamítill

Rakkamítill

Rakkamítill er dálítið um.

Hann er jarðvegsdýr sem getur
komið með plöntum í blómapottum.

Hann getur svo komið sér
fyrir undir listum, en þarf raka.

Ef ekkert er að gert getur
hann fjölgað sér mjög mikið.

 

Mítillinn var lifandi eftir tvo til þrjá daga á hundinum

Mítillinn var lifandi eftir tvo til þrjá daga á hundinum

Skógarmítill getur borist inn með gæludýrum.

Ef þið eruð með hunda í náttúrunni
er gott að leita að skógarmítli.

Hann getur verið á hundinum í
nokkra daga. Hann er mjög lúmskur.

Fylgist vel með hundi sem er stöðugt að  nudda sér upp við veggi og klóra sér. Það er gott dæmi um að skoða vel hvort skógarmítill er á honum

 

geitungur og 2 lirfur

geitungur og 2 lirfur

Geitungar eru algengir á Íslandi. Það eru fjórar tegundir. Þeir leita inn og geta stungið.

Mesta hættan er þó þar sem geitungabúið er þar geta þeir gert árás oft að tilefnislausu að því er virðist. Best er að kalla til meindýraeyðir og fá aðstoð.

Þá er engin áhætta fyrir þig, en
bráðaofnæmi er  mjög hættulegt. Erlendis
deyr fólk af völdum stungu frá geitungum.

 

Ofnæmisfrí músabeita án eiturefna

Ofnæmisfrí músabeita án eiturefna

Mýs koma mjög oft inn. Þær geta verið nær alls staðar í híbýlum fólks. Einbýlishús, fjölbýlishús, blokkir, bílskúrar, lagerhúsnæði skúrar, sumarbústaðir, hesthús og fl. eru dæmi um staði þar sem mýs fara um.

Bílar verða oft fyrir barðinu á músum og
geta þær valdið miklum skemmdum.

Þær nagar nær allt sem tönn á festir.
Alls ekki bíða með að fá aðstoð.

 

Skógarsmiður, afsakið hve óskýr myndin er

Skógarsmiður, afsakið hve óskýr myndin er

Skógarsmiður berst
einstaka sinnum inn.

Hann er skordýr sem lifir
utandyra í jarðvegi en
kemur einhverra hluta inn.

Hann er meinlaus en
ótrúlega fljótur að hlaupa.

 

ranabjalla a vegg

ranabjalla a vegg

Ranabjalla er skordýr sem lifir utandyra.

Hún getur verið í miklu magni innandyra.

Hún gerir engum meind en er
skaðræðiskvikindi í rótum
plantna, þ.e.a.s lirfur hennar.

 

 

Veiðiköttur

Veiðiköttur

Til eru fleiri skordýr og meindýr t.d. rottur. Læt gott heita í bili. Vonandi vekur upptalningin ykkur til umhugsunar.

Ekki hika við að hafa samband. Hef öll leifi sem þarf til að eitra. Nokkurra ára reynsla við að eitra fyrir skordýrum, músum og stara ásamt eitrun í görðum.

Mitt ráð: Ekki gera alls ekki neitt.

Vantar þig að losna við pöddur
hafðu samband 6997092

Leave a Reply