Hvaða fiðrildi eru á húsinu í október?
Þakka þér fyrir að koma á síðuna:-)
Mjög líklega er haustfeti að sýna sig.
Haustfetinn er fiðrildi.
Karlfiðrildið breiðir úr sér á meðan
að kvenfiðrildið getur það ekki.
Það er vegna þess að það hefur
einungis vængstubba.
Kvenfiðrildið er ófleygt.
Haustfetinn getur verið mikill
skaðvaldur í gróðri á vorin og sumrin.
Lirfa hans er afkastamikil og getur
verið í gríðarlega miklu magni.
Þegar fiðrildin hafa makast þá
verpir kvenfiðrildið á trjágreinar.
Þar geymast eggin yfir veturinn.
Hægt er að eitra fyrir haustfeta.
Líklega hefur það ekkert
upp á sig núna, en þegar fer að
vora þá getur það borgað sig.
Ekki hika við að hafa samband ef
ykkur vantar aðstoð við að losna við skordýr.
Einnig mýs, köngulær, silfurskottur,hambjöllur o.sv.frv.
Mitt ráð: Ekki gera alls ekki neitt.