Það eru köngulær og roðamaur hjá mér, hvað get ég gert?

Það eru köngulær og roðamaur hjá mér, hvað get ég gert?

krosskönguló

Krosskönguló

Í fyrsta lagi ekki fara í panik. Þú gætir byrjað á að sópa köngulónum með kúst, en það er að vísu skammgóður vermir því þær virðast alltaf koma aftur, en allt í lagi að prófa. Sumir hafa prófað að setja salt meðfram húsveggnum, en ég hef ekki prófað það sjálfur.

Köngulóarvefir eru þó verstir að mínu mati, eins og ein ung kona sagði þá er ég heppinn. “Maðurinn minn fer á undan í vinnuna þannig að hann labbar á vefina”. Blaðburðarfólk lendir reyndar oft í vefunum snemma á morgnana.

Köngulónum líður greinilega vel þar sem þær hafa komið sér fyrir hvort sem það er hjá þér eða annars staðar.

Roðamaur

Roðamaur

Roðamaurinn er erfiðari viðureignar en þú gætir prófað að setja möl upp við húsvegginn. En það er samt ekki að virka alveg nógu vel í flestum tilfellum.

Hvað er þá til ráða? Það hefur virkað ágætlega að eitra. Ef það er gert ber þó að taka tillit til nágranns sérstaklega ef hann er með matjurtagarð við hliðina.

Það er hægt að breiða yfir og eitra þannig að eitur berist síður í matjurtirnar, heldur fari þar sem köngulær og eða roðamaur er að angra.

geitungabú

geitungabú það fer að styttast í að geitungur sjáist í búum

Það eru fleiri þættir sem þarf að hafa í huga og er best að skoða hvern stað fyrir sig

Ef þér líst ekki á að hafa köngulærnar eða roðamaurinn lengur hjá þér, ekki hika við að hafa samband við meindýra- og geitungabann eða hringja núna í 699-7092 og hann kemur og eitrar fyrir þig.

Eitrið sem notað er virkar í ca. 3 mánuði ef það rignir ekki í burtu. Ef eitrað er í byrjun júní þá ættu köngulær ekki að vera vandamál. Ef eitrun mistekst þá kemur kallinn aftur.

 

 

Leave a Reply